Virt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Virt rennur í gilker.

Virt eða virtur er sætur vökvi sem látinn er gerjast til að búa til öl í til dæmis bjór- eða viskýframleiðslu. Virtin er fengin með því að skola sykrur (aðallega maltósa) úr hrostanum sem verður til við meskingu malts. Ölger breytir síðan sykrunum í áfengi. Áfengismagnið er reiknað út með því að bera saman eðlisþyngd virtarinnar fyrir og eftir gerjun með sykurflotvog.

Virt er þannig útskýrt í ritum Árna Magnússonar, breytt til nútímasatafsetningar:

Virt: (fæminini gen) lögur, sem runnið hefur i gegnum tappaker fullt af malti, og á síðan að sjóðast. [1]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 6. september 2009.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.