Vine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vine var myndaforrit eða app frá Twitter sem nota má til að taka upp örstutt myndskeið, mest 6 sekúndur á síma eða spjaldtölvur. Vine kom út í byrjun ársins 2013 og var í fyrstu eingöngu til fyrir iPhone síma. Síðar kom það einnig út fyrir síma sem nota Android og Windows 8 stýrikerfi. Notandi þarf að skrá sig á Vine og getur samtengt Vine við Facebook og Twitter og sent myndskeið á þá vefi.