Vilhjálmur 1. af Normandí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Vilhjálmur langasverð. Stytta á aðaltorginu í Falaise.

Vilhjálmur 1. af Normandí eða Vilhjálmur langasverð – (franska: Guillaume Longue-Épée, latína: Willermus Longa Spata, norræna: Vilhjálmr langaspjót, samkvæmt Snorra Sturlusyni) – (89317. desember 942), hertogi Normanna, var annar hertoginn í Normandí, tók við af föður sínum, Göngu-Hrólfi.

Lítið er vitað um ungdómsár hans. Hann fæddist í Bayeux eða Rúðuborg (Rouen). Foreldrar hans voru Göngu-Hrólfur og Poppa, sem var dóttir Berengars af Rennes, en þau feðgin voru bæði kristin.

Vilhjálmur tók við af föður sínum um 927 og var strax gerð uppreisn gegn honum af hálfu bæði Normanna og Bretóna en honum tókst að kveða hana niður. Eftir það fór hann herferð á hendur Bretónum og ruplaði lönd þeirra.

Árið 935 giftist hann Luitgarde af Vermandois og eignaðist við það allmikil lönd.

Árið 939 braust út styrjöld á milli Vilhjálms og Arnulfs I konungs á Flandri. Afleiðing þess varð sú að Vilhjálmur var myrtur 17. desember 942 í Picquigny á friðarráðstefnu.

Sonur hans var Ríkharður 1. af Normandí, sem kallaður var hinn óttalausi.


Fyrirrennari:
Göngu-Hrólfur
Hertogar af Normandí
(927 – 942)
Eftirmaður:
Ríkharður 1. af Normandí