Vigdís Hjaltadóttir
Vigdís Hjaltadóttir er doktor í kjarnefnafræði og kennari við Háskólann í Reykjavík.
Æviágrip og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Vigdís er fædd 6. desember 1948 í Reykjavík. Móðir hennar er Hulda S. Guðmundsdóttir (1919–2011) og faðir Hjalti J. Guðnason (1910–1980). Hún á eina dóttur, Huldu Vigdísardóttur (f. 1994). Vigdís útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968.[1]
Vigdís lærði kjarnefnafræði við Háskólann í Ósló og útskrifaðist með doktorsgráðu frá skólanum 1977. Hún lærði einnig Uppeldis-og kennslufræði við Háskólann í Ósló og lauk náminu 1983. Hún vann við rannsóknarstörf á Ísótópastofu Landspítalans 1976 og sinnti rannsóknarstörfum hjá Rannsóknarstofnun Iðnaðarins 1978. Frá 1979–1980 vann hún við rannsóknarstörf hjá dýralæknaháskólanum í Ósló, einnig sinnti hún rannsóknarstörfum hjá Orkustofnun 1985-1986. Hún hefur sinnt kennslu við Iðnskólann í Ósló, Tækniskóla Íslands, Tækniháskóla Íslands, Menntaskólann í Reykjavík og nú við Háskólann í Reykjavík frá 2007.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Björk Hjaltadóttir – Minningargrein“. 24. ágúst 2018.
- ↑ „Vigdís Hjaltadóttir – Ferilskrá“.