Viðskiptavaki
Útlit
Viðskiptavaki (e. market maker eða liquidity provider) er fyrirtæki eða einstaklingur á fjármálamarkaði sem er „jafnan reiðubúinn að kaupa og selja þá flokka verðbréfa sem hann hefur tekið að sér að sjá um á auglýstu verði. Viðskiptavaki kaupir bréf þau sem hann hefur tekið að sér jafnvel þó að engir aðrir kaupendur finnist á markaðinum. Hann selur jafnframt af eigin bréfum þegar enginn annar seljandi finnst. Með þessu jafnar viðskiptavaki sveiflur sem gætu orðið á endursölumarkaðinum. Viðskiptavakar hafa tekjur sínar af því að kaupa sjálfir verðbréf á ákveðnu verði og selja þau síðan aftur á nokkru hærra verði.”[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Halldór Sveinn Kristinsson (2002). „Skuldabréfamarkaður á Íslandi“ (pdf). Peningamál. Seðlabanki Íslands. bls. 38.