Vestri (kvikmyndir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amerískur kúreki árið 1887.

Vestri eða kúrekamynd er kvikmyndategund og bókmenntategund sem upphaflega kemur frá Bandaríkjunum og segir sögur sem gerast í Villta Vestrinu (og stundum í Mexíkó, Kanada eða óbyggðum Ástralíu á sama tímabili) á síðari helmingi 19. aldar. Kvikmyndir af þessu tagi fjalla oft um einfara, sem venjulega er andhetja; kúreki eða byssumaður, sem ferðast um á hesti. Stundum verður hesturinn önnur aðalpersóna myndarinnar.

Fyrsti vestrinn er talinn vera Lestarránið mikla frá 1903 sem er aðeins tólf mínútna löng þögul mynd.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.