Vestmaður (landnámsmaður í Öxarfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestmaður var landnámsmaður í Öxarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Að því er segir í Landnámabók fór hann til Íslands með Vémundi bróður sínum og Einari Þorgeirssyni.

Þeir keyptu sér saman skip, sigldu til Íslands og fóru norður fyrir landið og sigldu fyrir Melrakkasléttu. Þar settu þeir „öxi í Reistargnúp og kölluðu því Öxarfjörð; þeir settu örn upp fyrir vestan og kölluðu þar Arnarþúfu; en í þriðja stað settu þeir kross; þar nefndu þeir Krossás.“ Þannig helguðu þeir sér allan Öxarfjörð en ekkert er sagt um hvernig þeir skiptu landnáminu á milli sín eða hvar þeir bjuggu. Ekki er heldur sagt neitt meira frá bræðrunum Vestmanni og Vémundi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók; af snerpu.is“.