Vertollur
Útlit
Vertollur eða uppsáturgjald var gjald sem útvegsmenn urðu að greiða landeigendum fyrir aðstöðu (vergögn) í verstöðvum. Aðstaðan gat verið land undir verbúð, skipastöður, réttur til torf- og móskurðar, skiptivöllur, malir til fiskþurrkunar, grjóttak í fiskgarða og byrgi og hjallstæði. Algengast var fyrr á öldum að vertollur væri greiddur í fiski. Vertollar voru miðaðir við fjölda ára á áraskipum eða við fjölda skipsverja sem róa. Vertollar lögðust af þegar komið var fram á 20. öld og ríki og sveitarfélag fara að innheimta hafnargjöld.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Saga sjávarútvegs á Íslandi, I. bindi Geymt 24 október 2020 í Wayback Machine