Fara í innihald

Verndunarlíffræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verndunarlíffræði fæst við rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika jarðar með það fyrir augum að vernda tegundir og búsvæði þeirra gegn síaukinni eyðingu af mannavöldum. Greinin kom fram á sjónarsviðið um sama leyti og hugtakið „líffræðilegur fjölbreytileiki“ í upphafi 9. áratugar 20. aldar út af vaxandi áhyggjum vísindamanna af aukinni tíðni útdauða og búsvæðaeyðingar af mannavöldum. Verndunarlíffræði er þverfaglegt fag sem tengir saman líffræði, hagfræði og auðlindastjórnun.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.