Veiðimenn og safnarar
Útlit
(Endurbeint frá Veiði og söfnun)
Veiðimenn og safnarar er einkunn sem höfð er um samfélög þar sem aðalaðferðin til að afla lífsviðurværis felst í beinni öflun matar úr náttúrunni; það er veiðum dýra og tínslu jurtaafurða. Ekki er hægt að gera skýran greinarmun á samfélögum veiðimanna og safnara og landbúnaðarsamfélögum þar sem flest samfélög nota fjölbreytta tækni til matvælaöflunar.
Í meira en tvær milljónir ára voru öll samfélög manna samfélög veiðimanna og safnara. Landbúnaður kom fyrst fram á sjónarsviðið undir lok miðsteinaldar fyrir um 12.000 árum síðan og markar upphaf nýsteinaldar.