Veggjatítla
Útlit
Veggjatítla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Anobium punctatum De Geer, 1774 |
Veggjatítla (eða veggjatrítla) (fræðiheiti: Anobium punctatum) er bjalla af títlubjallnaætt. Veggjatítlan étur trjávið og er mikill skaðvaldur í húsgögnum og innviði timburhúsa. Ekki má rugla veggjatítlunni við veggjalús.
Lirfa veggjatítlunnar nagar sig inn í viðinn og lifir þar og eyðileggur hann smámsaman. Úr holum veggjatítlurmar kemur örfínt sag sem getur verið heilsuspillandi. Lirfan púpar sig inn í viðnum og þegar þær koma úr púpunni skríða þær úr viðnum og fljúga út til að para sig.