Vegartryggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vegartryggð er hugtak notað til að skýra hvers vegna ákvarðanir teknar við ákveðnar kringumstæður takmarkast af ákvörðunum sem teknar voru í fortíðinni þrátt fyrir að þær miði við aðstæður sem ekki eru fyrir hendi í dag; það er að segja sagan fylgi þeim stíg sem er troðinn í fyrstu. Hagfræðingar hafa þróað kenningu um vegartryggð til að útskýra hvernig tækni er tekin í notkun og þróun iðnaðar.