Vattarsaumur
Útlit
Vattarsaumur eða nálbragð er útsaumur með stórri nál úr tré, beini eða málmi. Líkt og í prjóni og hekli var þráðurinn lykkjaður en í grundvallaratriðum var aðferðin annars eðlis. Áferðin á vattarsaum svipar til hekls en teygjanleikinn er ekki sá sami. Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna. Hlutir unnir með vattarsaumi eru sterkir en ekki teygjanlegir.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Nalbinding
- Nålebinding Techniques in the Viking Age
- Naalbinding
- Basic Nålbinding Geymt 19 september 2018 í Wayback Machine
- Neulakinnas Geymt 18 febrúar 2006 í Wayback Machine
- Nalbinding 101: The ųle stitch Geymt 10 mars 2007 í Wayback Machine
- Nalbinding Socks: Methods of Construction