Hekl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heklað í hring
Loftlykkjur í hekli

Hekl er aðferð við að vinna úr garni með því að nota heklunál en það er nál með krók á öðrum endanum. Heklunálar eru misþykkar eftir því hve þykkt garn er unnið. Við hekl er notað samfellt garn eins og við prjón og er unnið með eina lykkju. Bandið er dregið í gegnum lykkjuna með heklunálinni. Grunnaðferðir í hekli eru loftlykkja, keðjulykkja, fastapinni, hálfstuðull og stuðull. Með grunnaðferðum má mynda margs konar mynstur. Teppi eru hekluð með stjörnuhekli, bylgjuhekli eða sett seman úr ömmuferningum (ömmudúllum). Einnig er til krabbahekl, krókódílahekl og netahekl.

Saga hekls á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Hekl er yngra en prjón og nútímahekl er rakið til aðferðar sem kölluð er taburerin en þar er aðferð þegar heklað er í ofinn dúk. Talið er að hekl hafi borist til Íslands með skóla sem Þóra Grímsdóttir og Ágústa Grímsdóttir ráku 1851 til 1853 í Dillonshúsi að Suðurgötu 3 og svo með Kvennaskólanum í Reykjavík sem var stofnaður 1874.

Áhersla var lögð á hannyrðir í þessum skólum og kunnátta breiddist út með námsmeyjum þaðan. Árið 1886 kom út fyrsta hannyrðabókin á íslensku og þar er grein um hekl. Á tímabili var til siðs að hekla milliverk í rúmföt og voru rúmföt með hekluðu milliverki notuð til spari og yfirleitt var heklað milliverk bæði í söngurver og koddaver. Í koddaver voru oftast gerð horn og hekluð blúnda utan um koddann. Mynstur af þessum milliverkum bárust á milli með því að konur teiknuðu upp mynstur á fallegum milliverkum.


Grunngerðir af hekli[breyta | breyta frumkóða]

Ljósmynd Táknmynd Íslenska Breskt Turning chain
Crochet slip.png
keðjulykkja (kl) slip stitch (sl st eða ss) N/A
Chainstitch.jpg
Crochet chain.svg
loftlykkja chain stitch N/A
Singlestitch.jpg
Crochet single crochet.svg
fastahekl
/fastapinni
(fp)
double crochet (dc)
Singleturning.jpg
Halfdoublestitch.jpg
Crochet half double crochet.svg
hálfur stuðull
(hst)
half treble (htr)
Halfdoubleturning.jpg
Doublestitch.jpg
Crochet double crochet.svg
stuðull
(st)
treble (tr)
Doubleturning.jpg
Triplestitch.jpg
Crochet double triple.svg
tvöfaldur stuðull
(tvöf st)
double treble (dtr)
Tripleturning.jpg
Doubletriple.jpg
Crochet triple triple.svg
þríbrugðinn stuðull
þrefaldur stuðull
(þref st)
triple/treble treble
Doubletripleturning.jpg

Í hekluppskriftum er skammstafað hvað við er átt og fer það eftir tungumálum.

Heiti Íslenska USA UK Danska
keðjulykkja kl sl st sl st km
fastahekl fp sc dc fm
hálfur stuðull hst hdc htr hstm
stuðull st dc tr stm
tvöfaldur stuðull tvöf st tr dtr dblt stm

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]