Vatnsfjarðarannáll elsti
Vatnsfjarðarannáll elsti er annáll skrifaður af Jóni Arasyni prest í Vatnsfirði. Á fimmta áratug 16. aldar var Skarðsárannáll í Skálholti og voru unnin eintök af honum en um leið bætt við hann og að þessu vann Jón ásamt fleirrum, en þannig að Vatnsfjarðarannáll er að stórum hluta byggður á Skarðsárannál.
Annállinn er varðveittur í handritinu Lbs 347 4to með eigin hendi Jóns.
Fremst í handritinu er uppskrift afa hans, Magnúsar Jónssonar prúða, á Flateyjarannál en síðan kemur önnur hönd, þó ekki Jóns, á hluta Skarðsárannáls, þ.e. árin 1395-1489, og loks skrift Jóns. Óþekktu höndina eignaði Hannes Þorsteinsson Torfa Jónssyni presti í Gaulverjabæ en Jón Helgason hefur mótmælt því að höndin sé Torfa.
Úr þessu hefur ekki verið skorið til hlýtiar og höndin nefnd - N.N.