Fara í innihald

Varta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vörtur á stórutá manns.

Varta er hornmyndun á húð sem minnir á risavaxna bólu. Vörtur birtast ofast á höndum og fótum manna, og koma til vegna veiru sem nefnist vörtuveira og leggst á menn. Hægt er að smitast af vörtum, bæði með snertingu og jafnvel ef notað er sama handklæði og vörtusjúklingur eða með snertingu annarra hluta sem viðkomandi hefur handfjatlað. Vörtur eru þó ekki hættulegar, og hverfa oftast innan skamms tíma, en sumar þrjóskast við og þó þær hverfi geta þær birst aftur. Venjulega eru vörtur skornar eða brenndar af sjúklingi.

Hér í eina tíð þótti það ágætt húsráð að nudda vörtur upp úr vígðri mold, og var sagt að þær læknuðust við það. Önnur alþýðuráð voru að núa baun á vörtuna og stinga henni síðan í veggjarholu, eða halda höndinni niðri í heitri gorvömb.

Ekki má rugla saman vörtu og geirvörtum eða spunavörtum kóngulóa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.