Vangildisbætur
Útlit
Vangildisbætur er nálgun við útreikning skaðabóta sem eiga að setja kröfuhafa í sömu stöðu fjárhagslega eins og hann hefði aldrei gert viðkomandi samning. Meðal kostnaðarliða sem kröfuhafinn gæti fengið bættan með þessum hætti er kostnaður við samningsgerð, kostnað vegna samningsslitanna sjálfra, innkaupsverð sérhæfs búnaðar sem hann hefði ella ekki keypt, gjöld sem ekki fást endurgreidd, og missir hagnaðar vegna annarra samninga sem hann náði ekki að efna eða gera af þeim sökum.