Fara í innihald

Vandamál fangans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vandamál fangans, stundum nefnt valþröng fangans eða ógöngur fanganna, lýsir því hvernig að tveir einstaklingar geta valið milli þess að vinna saman og að svíkja hvor annan. Það hjálpar okkur að skilja jafnvægið milli samvinnu og samkeppni í okkar daglega umhverfi. Vandamál fangans er eitt þekktasta dæmi leikjafræðinnar og er best lýst á eftirfarandi hátt:

Tveir menn eru handteknir af lögreglu grunaðir um að hafa framið glæp. Þeir eru vistaðir í mismunandi hlutum fangelsins og hafa því enga leið til þess að hafa samskipti hvor við annan. Lögreglan hefur ekki næg sönnunargögn til þess fá þá dæmda fyrir alvarlegan glæp en getur sett þá báða í fangelsi í sex mánuði fyrir smáglæp. Lögreglan gefur mönnunum tvo kosti: Þeir geta ákveðið að leysa frá skjóðunni og svíkja hinn aðilann eða þegja. Ef báðir mennirnir þegja fá þeir sex mánuði í fangelsi. Ef annar svíkur og hinn þegir fær sá sem svíkur að fara frjáls og sá sem þegir tíu ára fangelsi. Ef báðir mennirnir svíkja fá þeir báðir fimm ára fangelsisdóm. Ættu sakborningarnir að svíkja hvor annan eða vera þögulir?

Samkvæmt leikjafræðinni tekur sérhver einstaklingur rökrétta ákvörðun byggða á eiginhagsmunum. Samkvæmt þeirri kenningu er skynsamlegra að svíkja frekar en að vera þögull þar sem ávinningurinn er meiri. Hins vegar velja manneskjur oftar að vinna saman en gert er ráð fyrir í kenningu leikjafræðinnar sem byggir á að einstaklingar taki ákvarðanir eingöngu út frá eiginhagsmunum. Fyrir báða aðila er ríkjandi leikáætlun að svindla. Hins vegar ef báðir svindla getur það komið þeim verr en ef þeir hefðu ákveðið að þegja.

  Fangi A þegir Fangi A svíkur
Fangi B þegir Báðir fá mildan dóm Fangi A sleppur laus
Fangi B fær þungan dóm
Fangi B svíkur Fangi B sleppur laus
Fangi A fær þungan dóm
Báðir fá dóm

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.