Spjall:Vandamál fangans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Í James Rachels, Stefnur og straumar í siðfræði er notað orðalagið „valþröng fangans“, sem er satt að segja nákvæmari og betri þýðing á „dilemma“. Ég held líka að það sé algengara en hitt. --Cessator (spjall) 8. nóvember 2012 kl. 18:27 (UTC)

Dilemma er þýtt beint sem valþröng það er rétt. Hins vegar ef það er slegið inn vandamál fangans koma mun fleiri niðurstöður en ef slegið er inn valþröng fangans eða 1330 á móti 6. Ég held að sá sem þýddi bókina hafi einfaldlega gert villu.

Tja, villa er það ekki. Þýðanda er auðvitað fullkomlega leyfilegt að þýða öðruvísi ef hann telur það betra. Mín tilfinning segir mér að google-leit sé óáreiðanleg því úrtakið er ekki svo stórt. Íslenskt málsamfélag er almennt séð býsna lítið og ekki hægt að treysta á að google-leit gefi alltaf rétta mynd af notkun fræðilegra hugtaka. En ég held að heimspekingar t.a.m. noti miklu frekar orðið valþröng. Í google leitinni færðu m.a. eina niðurstöðu frá Róberti Haraldssyni, prófessor í heimspeki. Varla gerði hann líka „villu“. Þýðingarnar eru báðar til. Það er staðreynd. Spurningin er bara hvor sé algengari eða tíðkist frekar í áreiðanlegustu og bestu heimildunum. --Cessator (spjall) 8. nóvember 2012 kl. 23:50 (UTC)

Ég byggi þetta aðallega á þessari heimild http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4044. Ég held að vandamál fangans sé oftar sú þýðing sem notuð er í hagfræði og stærðfræði.

Ég fæ líka ekki 1330 niðurstöður í google-leitinni, heldur 198 fyrir „vandamál fangans“, ekki að það breyti miklu. En svo er ekki einu sinni víst að þær síður fjalli allar um þetta, heldur gætu sumar þeirra vel verið greinar á mbl.is um vandamál fanga á Litla Hrauni. Mér sýnist reyndar „valþröng fangans/fanganna“ ýmist notað í eintölu eða fleirtölu, svo það þarf að taka með í reikninginn líka. En þegar uppi er staðið er það betri þýðing af því að hún er bæði nákvæmari og gefur betri mynd af dæminu sem um ræðir. Enn annar kostur, sem hefur verið notaður, er „ógöngur fanganna“. Atli Harðarson hefur m.a. notað þessa þýðingu, sem aftur er nákvæmari og er meira lýsandi en „vandamál“. --Cessator (spjall) 9. nóvember 2012 kl. 16:37 (UTC)

Já, það er rétt hjá þér vandamál fangans getur haft víða merkingu. Reyndar finnst mér sjálfum að þetta ætti að heita siðferðisklemma fangans finnst það fanga "conceptið" best. Það sem fer helst í taugarnar á mér við orðið valþröng er hversu lítið orðið er notað nú til dags og finnst því orðið vandamál heppilegra.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Lukkulaki (spjall) · framlög

Dilemma er valþröng, klemma eða ógöngur en þarf ekki að snúast um neitt sem hefur með siðferði að gera. Í þessu dæmi má vissulega segja að klemman sé siðferðisklemma en áherslan í dæminu er samt alls ekki á þá hlið málsins, heldur á valið sem þeir hafa og áhættuna eða ávinninginn, sem í því felst. Tilgangur dæmisins er auðvitað að varpa ljósi á valkostina og valið en ekki hvað réttast væri að gera. (Réttast væri auðvitað að segja satt og taka afleiðingunum en dæmið fjallar ekki um það.) Ég setti inn „valþröng fangans“ og „ógöngur fanganna“ sem önnur heiti á dæminu í upphafi greinarinnar án þess að breyta titli hennar. Tók í leiðinni út enskuna, sem var innan svigans í fyrstu málsgrein, enda tíðkast ekki hafa þýðingu þar og tuungumálatenglar eru allir á sínum stað. Svo eru tilvísanir frá hinum heitunum á þessa síðu, svo að lesandi finnur greinina sama hvaða heiti hann þekkir og notar í leitinni. Það ætti að duga okkur ágætlega. --Cessator (spjall) 12. nóvember 2012 kl. 09:37 (UTC)