Fara í innihald

Valslöngva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valslöngva

Valslöngva (valslanga eða bliða) er hernaðartæki sem notað var í fornöld. Valslöngvan, sem byggist á vogarafli, var notuð til þess að slöngva grjóti eða öðrum skeytum að virkjum óvinarins. Til eru allavega gerðir slíkar kastvéla og í Þiðreks sögu af Bern er talað um möngur (et. manga). Ekki má rugla valslöngvu saman við handslöngvu eða slönguvaði.

Á miðöldum notuðu menn valslöngvur í stríðum meðal annars til að brjóta niður kastala og borgarmúra. Valslöngvur voru mjög einföld en samt gagnleg tæki. Þær kosta ekki mikið og auðvelt er að finna efnið sem þarf til að smíða þær. Valslöngvur virkar þannig að öðrum megin er þungt lóð hinum megin steinn. Klippt er á taugina sem heldur lóðinu uppi þannig að það þeytir grjótinu hinum megin langt í burtu og að miklu afli. Grjótið getur vegið allt að 30 kg og drifið 250-300 metra. Stundum þótti betra að kasta einhverju logandi  í átt að óvinum til þess að koma af stað eldi.[1] 

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lunden Kåre (1985). Saga mannkyns Ritröð AB. Almenna bókafélagið.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.