Fara í innihald

Valhenda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Valhenda er ein af undirtegundum braghendu. Í henni eru önnur og þriðja lína baksneiddar, þ.e.a.s. síðasti bragliður (rímið) er eitt atkvæði en ekki tvö.

Samrímuð valhenda:

Jörðin grær og líka lifna ljóð í hug.
Vetrartíðin vék á bug.
Vonarhaukar þreyta flug.
(Sveinbjörn Beinteinsson)