Fara í innihald

Grunnskóli Seltjarnarness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Valhúsaskóli)
Bygging Valhúsaskóla.

Grunnskóli Seltjarnarness er skóli á Seltjarnarnesi á Höfuðborgarsvæðinu. Hann varð til árið 2004 við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Nemendur voru 524 talsins árið 2017.[1] Skólastjóri er Ólína Thoroddsen.

Mýrarhúsaskóli (1.–6. bekkur)

[breyta | breyta frumkóða]

Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness og í honum eru nemendur frá 1.–6. bekk. Hann hefur verið starfandi frá árinu 1875.

Valhúsaskóli (7.–10. bekkur)

[breyta | breyta frumkóða]

Valhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness og í honum eru nemendur frá 7.–10. bekk. Hann var stofnaður út frá Mýrarhúsaskóla árið 1974 sem gagnfræðaskóli en var sameinaður Mýrarhúsaskóla 2004.

Félagsmiðstöð Valhúsaskóla nefnist Selið.

  1. Hagstofa Íslands. „Grunnskólanemendur eftir bekkjum og skóla 2001-2017“.
  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.