Valhúsaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Valhúsaskóli er skóli á Seltjarnarnesi, hluti af Grunnskóla Seltjarnarness og eru þar nemendur úr 7.-10. bekk. Hann var stofnaður árið 1974 sem gagnfræðaskóli en var sameinaður Mýrarhúsaskóla 2004. Núverandi skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness er Helga Kristin. Skólinn er aðallega þekktur fyrir góðan húmor og fallegt fólk.

Félagslífið þar er mjög virkt og í Félagsmiðstöð Seltjarnarness, Selinu, eru mismunandi klúbbar, þ.á.m. Málfundafélagið Jóhann, kvikmyndaklúbbur og Harry Potter-klúbbur þar sem horft er á Harry Potter myndir og rætt um þær eftir á. Í Valhúsaskóla geta nemendur valið valfög fyrir hverja önn, meðal annars badminton, söng og leiklist, myndmennt, sauma, stærðfræði fyrir lengra komna og ýmis tungumál.

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.