Valdimar Tómasson
Valdimar Tómasson (fæddur 13. júlí 1971) er íslenskt ljóðskáld. Hann fæddist að Litlu-Heiði í Mýrdal og hélt til náms í Reykjavík 16 ára gamall. Þar settist hann að og hefur stundað afgreiðslu og þjónustustörf.
Eftir Valdimar liggja sjö ljóðabækur og eitt safn fyrrum útgefinna ljóða.
Útgefnar ljóðabækur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta ljóðabók Valdimars, „Enn sefur vatnið“ kom út árið 2007 hjá bókaforlaginu JPV. Bókin sem hefur að geyma stutt ljóð fékk góðar viðtökur. Var hún endurútgefin 2014.
Næsta ljóðabók Valdimars var „Sonnettugeigur“ sem kom út árið 2013. Þar er glímt við sonnettuformið og komst í þriðja sæti á lista Félags íslenskra bókaútgefenda yfir mest seldu ljóðabækur ársins 2013.
Árið 2017 snéri Valdimar aftur í form frjáls með bókinni „Dvalið við dauðalindir“. Ljóðabókin sem gefin var út af JPV forlagi og var tvíprentuð, hlaut lof Morgunblaðsins og menningartímaritsins Starafugls.
Frjálst ljóðaform stuðlafalls er einnig stíll fjórðu bókar Valdimars, „Vetrarland“, sem kom út árið 2018 af JVP forlagi og hlaut góðar viðtökur og seldist vel.
Árið 2019 voru fjórar fyrri bækur Valdimars endurútgefnar saman sem „Ljóð 2007–2018“.
Fimmta ljóðabók Valdimars, „Veirufangar og veraldarharmur“, kom út árið 2020 hjá Unu forlagi. Er fyrri bálkurinn Veirufangar ortur um covid faraldurinn en Veraldarharm mætti flokka sem heimsósómakvæði. Fékk bókin einnig góðar viðtökur og seldist vel.
„Blástjana efans“ kom út árið 2022 og glímir hún við heimsmynd og tilvistarglímu samtímans og er skyld bókinni „Dvalið við dauðalindir“ frá 2017 og „Vetrarland“ frá 2018 í formi en inniheldur stök titluð ljóð eins og birtast í „Enn sefur vatnið“.
„Söngvar til sáraukans“ sem kom út árið 2024 er flokkur ótitlaðra ljóða um tilvistarglímu og tilfinningaátök. Þar yrkir Valdimar um friðlausa auðn, þungbærar tilfinningar og vonarglætuna sem smýgur í gegnum svartnættið. Útgefandi er JPV forlag. Líkt og fyrri ljóðabækur hans þykir hún „...hljóðlát og laus við alls kyns upphrópanir en ljóðin eru samt ótrúlega ágeng og grípandi í allri sinni hógværð. Snjallir ræðumenn kunna að ná athyglinni með því að lækka róminn,“ segir um umsögn um bókina í Són, tímariti um ljóðlist og óðfræði.
Ljóðastíll
[breyta | breyta frumkóða]Ljóð Valdimars eru að mestu knappur stuðlaðir textar með sterkri hrynjandi. Þau þykja mörg hver meitluð og harmþrungin, innblásnar af óblíðri náttúru, myrkar og fagrar í senn þar sem sjálfur dauðinn er aldrei langt undan.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Viðtöl
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Þór Sigbjörnsson. „Ljóð eru geðlyf án aukaverkana“, Fréttablaðið, 24. febrúar 2008, bls. 74.
- Kolbrún Bergþórsdóttir. „Líf og dauði eru alltaf að vega salt“, Fréttablaðið, 29. júní 2019, bls. 70.
- Ragnheiður Birgisdóttir. „Heilunarform til sáluhjálpar“, Morgunblaðið, 12. ágúst 2019.
- Þórarinn Þórarinsson. „Veirufangar í lífi þjóðar“, Fréttablaðið, 30. mars 2020.
- Ragnar Ingi Aðalsteinsson. „Ljóðskáldið er oft mikill hellisbúi: Valdimar Tómasson var að senda frá sér nýja ljóðabók“, Stuðlaberg - 2. tölublað, 1. nóvember 2020.
- Þórarinn Þórarinsson. „Slegið undir nára hjá skáldinu“, Fréttablaðið, 10. mars 2022.
- Þórarinn Þórarinsson. „Notalegt að vera utan í Þórarni Eldjárn“, Fréttablaðið, 4. janúar 2023.
- Egill Helgason. „Viðtal við Valdimar Tómasson í bókmenntaþættium Kiljunni“, RÚV Sjónvarp, 30. október 2024.
Ritdómar og önnur umfjöllun
[breyta | breyta frumkóða]- Helga Birgisdóttir (2008). „Ljóð sem bíta, öskra, strjúka og hvísla“. Són. 6: 138.
- Ólafur Guðsteinn Kristjánsson. „Dauðinn tiplar á tánum í kyrrlátum næðingnum“. Starafugl.
- Pétur Blöndal. „Af sonnettum, kerlingunni og karlkvölinni“, Morgunblaðið, 30. nóvember 2013, bls. 68.
- Sigurður Hróarsson. „Vægðarlaust myrkur“, Fréttablaðið, 4. október 2007, bls. 46.
- „Tímalaus tifa dauðinn og þögnin“, Morgunblaðið, 4. janúar 2018.
- Katrín Lilja Jónsdóttir. „Veröldin, veirurnar og harmurinn“. Lestrarklefinn.
- Árni Davíð Magnússon. Greinin Ljóðabækur 2020, Són, tímarit um óðfræði, sem kom út í árslok 2020, bls. 140-141. Í ritdóm um bókina segir Árni Dagur: "Skáldið heldur lesendum rækilega við efnið." "Engin furða þótt kvæðum hans sé tekið höndum tveim".
- Soffía Auður Birgisdóttir: „Ljóðrænar smámyndir“; Són, tímarit um ljóðlist og óðfræði; bls. 216-218; 22, 2024 (ISSN 1670-3723).
Heimildir um sölu bóka
[breyta | breyta frumkóða]- Árni Sæberg (4. janúar 2019). „Fjórar glæpasögur á metsölulista“. mbl.is.
- Jakob Bjarnar (7. janúar 2014). „Arnaldur trónir á toppnum“. Vísir.
- Jakob Bjarnar (15. janúar 2015). „Jólabókaflóð uppgjör: Arnaldur er konungurinn“. Vísir.
- Jakob Bjarnar (5. janúar 2018). „Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar“. Vísir.
- „Valdi á toppnum“, Fréttablaðið, 16. nóvember 2013, bls. 84.
- Þórarinn Þórarinsson (11. maí 2018). „„Metsölu-Valdi" snýr aftur með nýja ljóðabók“. Fréttablaðið.
- Þórarinn Þórarinsson (8. júní 2018). „„Metsölu-Valdi" stendur undir nafni“. Fréttablaðið.
- Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir árið 2020 Geymt 20 janúar 2021 í Wayback Machine. Veirufangar og veraldarharmur, var fjórða mest selda bókin í flokki ljóða og limra árið 2020.