Valdimar Briem
Valdimar Briem (1. febrúar 1848 – 1930) var vígslubiskup á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi.
Valdimar fæddist á Grund í Eyjafirði. Faðir hans var Ólafur Briem bóndi og smiður á Grund og móðir hans var Dómhildur Þorsteinsdóttir. Hann ólst upp í Hruna hjá Jóhanni Kristjáni Briem föðurbróður sínum sem jafnframt var prófastur í Hruna. Valdimari var veitt Hrepphólasókn árið 1873 en hún var sameinuð Stóra-Núpssókn sjö árum síðar. Þá settist Valdimar að þar. Hann var prófastur í Árnesprófastsdæmi 1896-1918. Þá var hann vígslubiskup frá 1909-1930.
Valdimar var mikið sálmaskáld og þýðandi og eru um 80 sálmar eftir hann í sálmabók Þjóðkirkjunnar. Einnig eru tíu sálmar eftir hann í færeysku sálmabókinni.
Eftir Valdimar liggja Biblíuljóð í 3 bindum, gefin út 1896 (Úr Gamla testamentinu), 1897 (Úr Nýja testamentinu) og 1898 (Davíðs sálmar). Sumt af því sem í Sálmabókinni er að finna kemur úr þessu skáldverki.
Meðal sálma sem hann orti eru:
- „Í dag er glatt“
- „Nú árið er liðið“
- „Í Betlehem er barn oss fætt“
- „Kallið er komið“
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Aldarminning eftir Jón Thorarensen
- Sr. Valdimar Briem með tíu sálma í færeysku sálmabókinni Geymt 14 september 2007 í Wayback Machine
- Ljóð.is - Valdimar Briem Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Vígslubiskup Dr. Valdimar Briem og séra Ólafur Briem; Ræða Dr. theol. Jóns Helgasonar biskups í Stóranúpskirkju við jarðarför þeirra feðga, Prestafélagsritið janúar 1930, bls. 79–86.