Vað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Land Cruiser fer yfir á á vaði

Vað kallast staður í á eða læk sem er það grunnur að hægt er að komast þar yfir með því að vaða, fara ríðandi á hestbaki eða keyrandi á ökutæki. Orðið vað er hvorugkyns og má ekki rugla saman karlkynsorðið vaður sem merki færi, taug, reipi kaðall.

Orðatiltæki[breyta | breyta frumkóða]

Orðatiltækið að „hafa vaðið fyrir neðan sig“ þýddi upphaflega að sá sem ætlaði sér að fara yfir á ætti að hafa þá fyrirhyggju að grynnri hluti árinnar væri fyrir neðan, en ekki ofan, þegar farið væri yfir. Nú þýðir það að vera aðgætinn.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist