Víxlnefur
Útlit
Víxlnefur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Loxia leucoptera |
Víxlnefur (Loxia leucoptera) er spörfugl af finkuætt. Víxlnefur sást fyrst á Stöðvarfirði á Íslandi 6. ágúst 2009 og í annað skipti á Sólbrekku í Suðurnesjum árið 2017 en árið 2019 sáust víxlnefir víða um land síðla í júlí og ágúst. Fuglinn er harðger og náttúruleg heimkynni eru í barrtrjám í barrskógabeltinu á norðurhveli jarðar. Karlfuglinn er fagurrauður um gump og höfuð og eru með hvítar rákir á dökkum væng. Kvenfuglinn er fagurlega gulur eða grænn.