Víðidalur (Reykjavík)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Víðidalur er dalur í austur-Reykjavík, milli hverfanna Breiðholts og Árbæjar, suður af Elliðaárdal. Í dalnum er hesthúsabyggð með reiðhöll og reiðvelli.

Víðidalur er frostpollur en veðurstöð var sett þar upp árið 2018 og hefur mælst yfir 25 stiga frost.