Víðerfðmengjafræði
Útlit
Viðerfðamengjafræði miðar að því að beita verkfærum og nálgunum erfðamengjafræðinnar til að rannsaka eiginleika lífverusamfélaga. Áherslan hefur verið mest á smásæjar og óræktanlegar örverur, veirur, sveppi og frumdýr. Aðferðirnar hafa nýst við rannsóknir á samlífislífverum, iðra- og húðbakteríusamfélögum, innanfrumusníklum og fleiri samfélögum.
Fræðigreinin hefur haslað sér völl á undanförnum áratug. Dæmi um öflugan hóp á þessu sviði er hópur Peer Bork við EMBL í Heidelberg.