Fara í innihald

Uxi 95

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Uxi 95 var útihátíð sem var haldin um verslunarmannahelgina 1995 á Kirkjubæjarklaustri. Á hátíðinni kom fram fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna (The Prodigy þar á meðal), sem hefur hjálpað Uxa að lifa í minningunni sem einn helsti menningarviðburður tíunda áratugarins. Skipuleggjendur bjuggust við á milli 10 og 15 þúsund gestum, en þegar upp var staðið voru gestir rétt um 4000 talsins.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Uxi 95: Heimildarmynd um goðsagnakennda útihátíð“. Lemúrinn. Sótt 8. ágúst 2019.