Notandi:Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Útlit
Hreiðar Ingi Þorsteinsson | |
---|---|
Fæddur | Hreiðar Ingi Þorsteinsson 31. mars 1978 |
Uppruni | Stykkishólmur |
Hljóðfæri | kór |
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (H. I. Thorsteinsson) er tónskáld og kórstjóri, stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Hreiðar Ingi Þorsteinsson lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2001 og BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands 2007. Ári síðar lauk hann burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Erlendis stundaði hann tónsmíða- og kórstjórnarnám í Finnlandi og Eistlandi, lauk við MA-gráðu í tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Tallinn, útskrifaðist þaðan með láði árið 2011.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Hreiðar Ingi hefur að námi loknu fengist við tónsmíðar og kórstjórn, stjórnar nú tveimur kórnum: Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Ægisif.