Usain Bolt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Usain Bolt.
Usain bolt á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016.

Usain Bolt (fæddur 21. ágúst 1986) er jamaískur fyrrum spretthlaupari. Hann varð margsinnis ólympíumeistari, heimsmeistari og er heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupi karla ásamt 4×100 metra boðhlaupi.

Á Ólympíuleikunum í Peking 2008 setti hann heims- og ólympíumet í báðum greinum, 9,69 sekúndur í 100 metrum og 19,30 sekúndur í 200 metrunum. Einnig setti jamaíska liðið heimsmet í 4x100 m hlaupi, 37,04 sekúndur á HM 2011, og hljóp Bolt seinasta sprettinn. Á heimsmeistaramótinu í Berlín í ágúst 2009 setti hann aftur heimsmet (sem stendur enn) í 100 m hlaupi er hann hljóp á 9,58 sekúndum, og í 200 m hlaupi, 19,19 sekúndur, og er hann fyrstur til að eiga samtímis heimsmet, Ólympíumeistaratitil og heimsmeistaratitil í báðum greinum. Bolt á einnig heimsmet unglinga í 200 m spretthlaupi (19,67 sek). Afrek hans hafa gert það að verkum að hann er jafnan kallaður „þrumufleygurinn“ (e. lightning Bolt) í fjölmiðlum.

Bolt var kjörinn frjálsíþróttamaður ársins árið 2008 af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu.

Eftir Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í London árið 2017 lagði Bolt skóna á hilluna. [1] Bolt reyndi fyrir sér í knattspyrnu með ástralska liðinu Central Coast Mariners árið 2018.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Usain Bolt: „Hef alltaf gert mitt allra besta“ Rúv, skoðað 14. ágúst, 2017.