Fara í innihald

Uppvask

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uppvask í Þýskalandi árið 1951.

Uppvask eða uppþvottur er það ferli að þvo, hreinsa og þurrka eldunaráhöld og leirtau eftir notkun. Stundum er vaskað upp í eldhúsvaski og stundum í uppþvottavél. Uppvask getur farið fram í eldhúsi eða annars staðar. Mismunandi hefðir eru við hreinsun og þurrkun. Algengt er að nota uppþvottabursta, svamp, klúta, stálull og viskustykki við uppvask. Einnig er algengt að nota uppþvottalög og gúmmihanska til að hlífa höndum við hreinsiefnum. Oft nota þeir sem vaska upp svuntu til hlífðar.

Munur er á hitastigi vatns og hvernig það er notað. Í Asíu og Suður-Ameríku er vanalegt að nota rennandi vatn og þá vanalega kalt vatn. Á Vesturlöndum er leirtau oft sett í heitt vatn, oftast í vaski eða íláti með afrennsli og þá er vaskur fyrst fylltur með óhreinu leirtau og heitu freyðandi sápuvatni. Þá eru diskar þvegnir einn af öðrum og sápa hreinsuð af þeim og þeir settir á uppþvottagrind til að þorna eða annar sér um að þurrka.

Í sumum löndum Evrópu eru diskar vaskaðir upp í sérstökum bala í vaskinum.