Upplausn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Saltvatn er upplausn sem samstendur af borðsalti og vatni.

Í efnafræði er upplausn ósamgena blanda af tveimur eða fleiri efnum. Í upplausn er leyst efni leyst í öðru efni, leysi efnið. Yfirleitt er það efni sem það er meira af kallað leysiefnið. Það getur verið þéttefni, vökvi eða gas. Upplausnin sem myndist er í sama efnisham og leysiefnið.

Gas[breyta | breyta frumkóða]

Ef leysiefnið er gas, þá getur aðeins annað gas leyst upp í því. Dæmi um gasupplausn er loft (súrefni og önnur gös uppleyst í nitri). Það eru ekki mikil samskipti milli sameinda í upplausninni, þess vegna eru gasupplausnir svolítið smávægilegar. Stundum á maður við þær sem blöndur heldur upplausnir.

Vökvi[breyta | breyta frumkóða]

Ef leysiefnið er vökvi, þá geta gas, vökvi og þéttefni öll leyst upp í því. Nokkur dæmi eru:

Þéttefni[breyta | breyta frumkóða]

Ef leysiefnið er þéttefni, þá geta gas, vökvi og þéttefni öll leyst upp í því. Nokkur dæmi eru:

Saltvatn er lausn sem inniheldur borðsalt og vatn. Vatnið er leysirinn og saltið er leysta efnið]]

Lausn er efnafræðihugtak yfir það að blanda saman tveim efnum svo um eitt efni virðist að ræða. Ekki verður til nýtt efni heldur blöndun efna í einsleita lausn. Eitt efni er þá vanalega leysirinn sem önnur efni, kölluð leyst efni, er blandað samanvið.

Sagt er að leystu efnin leysist upp í leysinum. Leysirinn er þá aðalefnið í lausninni og einkenni hans einkenna lausnina. Dæmi er þegar borðsalt (leyst efni) er leyst upp í vatni (leysir) fæst lausn sem er blanda salts og vatns en hefur öll megineinkenni vatns. Hugtakið styrkur lausnar vísar til þess hversu mikið af leysta efninu er uppleyst í lausninni.

Einkenni lausna[breyta | breyta frumkóða]

Lausn er einsleit blanda, sem þýðir að hún er eins á að líta frá öllum áttum og efnin í henni eru jafndreifð um hana alla. Ekki er hægt að sjá agnir leysta efnisins með berum augum.

Algengasta form lausna er vökvi en gas og fast efni getur líka verið leysir.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Vökvi sem leysir:

  • Gas, vökvi og fast efni getur allt leyst upp í vökva.

Dæmi um gas sem er uppleyst í vökva:

  • Súrefni í vatni sem fiskar nýta sér til öndunar.
  • kolsýra í gosdrykkjum.

Dæmi um vökva sem er leystur upp í vökva.:

Dæmi um fast efni sem er leyst upp í vökva:

Gas sem leysir: Ef leysirinn er gastegund geta einungis aðrar tegundir gass verið leysta efnið sem leysist upp í gasinu. Hvorki vökvi né fast efni geta leyst upp í gasi. Dæmi um gas sem er leyst upp í gasi:

  • Andrúmsloft jarðar þar sem segja má að súrefni, koltvísýringur og fleiri efni séu leyst upp í nitri.

Fast efni sem leysir:

  • Ef leysirinn er fast efni getur gas, vökvi og fast efni leyst upp í honum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Vísindavefurinn:Hvað er felling, botnfall og lausn?

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.