Norður-Karólínuháskóli í Chapel Hill
Útlit
(Endurbeint frá University of North Carolina, Chapel Hill)
Norður-Karólínuháskóli í Chapel Hill (e. University of North Carolina at Chapel Hill, stundum nefndur UNC eða UNC, Chapel Hill) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Chapel Hill í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Háskólinn er aðalháskóli ríkisháskólakerfisins í Norður-Karólínu og elsti háskólinn í ríkinu. Skólinn var stofnaður árið 1789 en tók til starfa árið 1795 og er elsti ríkisrekni háskólinn í Bandaríkjunum.
Við skólann starfa tæplega 3300 háskólakennarar en tæplega 18 þúsund nemendur stunda grunnnám og á níunda þúsund stunda framhaldsnám við skólann. Háskólasvæðið þekur þrjá ferkílómetra.
Einkunnarorð skólans eru lux libertas sem eru latína og þýða „ljós og frelsi“.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Norður-Karólínuháskóla í Chapel Hill.