Ungmennafélagið Neisti (Djúpavogi)
Útlit
Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi var stofnað árið 1919. Félagið var eins og önnur ungmennafélög stofnað í kringum almenna félagsstarfsemi, ekki endilega íþróttir. Neistinn var hús á Djúpavogi þar sem starfsemin var lengi vel hýst en þar voru haldnar margar skemmtanir.
Félagið rekur nú íþróttastarfsemi á Djúpavogi sem hefur verið grundvöllur fyrir félagslífi á staðnum. Stundaðar eru æfingar í fótbolta, sundi og frjálsum íþróttum. Meistaraflokksliði hefur verið haldið úti samfleytt í átta ár.