Undir Vesturhimni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Undir Vesturhimni (franska: Sous Le Ciel De L'ouest) eftir belgíska teiknarann Morris er fjórða bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1952, en sögurnar sem hún hefur að geyma birtust fyrst í Teiknimyndablaðinu Sval á árunum 1949-1950. Bókin hefur ekki komið út á íslensku.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Bókin hefur að geyma þrjár styttri sögur um Lukku Láka. Í fyrstu sögunni um Jóa jálk (f. Le Retour de Joe la Gachette) hittir Lukku Láki náunga að nafni Smith og þeir verða samferða til bæjarins Nugget Gulch þar sem fram fer reiðkeppni í tilefni af afmælishátíð bæjarins. Til þess að tryggja sér sigur í reiðkeppninni og allt verðlaunaféð rænir Smith hesti Lukku Láka, Léttfeta. Önnur sagan, Réttardagur (f. Jours de round-up), fjallar um glímu Lukku Láki við tvo kúaþjófa sem ræna kúm úr hjörð sem Lukku Láki og félagar eru ráðnir til að reka á nálægan búgarð. Í þriðju sögunni, Stóraslag (f. Le Grand combat), tekur Lukku Láki að sér að gerast umboðsmaður hnefaleikakappans Battling Bender. Þeir halda saman til bæjarins Clover Valley þar sem lærlingur Lukku Láka skorar meistarann Killer Kelly á hólm, en gamanið kárnar þegar óheiðarlegur veðmangari bæjarins lætur ræna kærustu Bender til að þvinga hann til að tapa einvíginu.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Á svipuðum tíma og sögurnar birtust í Sval samdi Morris fjórðu söguna, Lucky Luke et Androclès, en hún hefur aldrei komið út í bókarformi.
  • Í sögunni um Réttardag er Lukku Láki óvenjulega ruddalegur gagnvart félaga sínum í kúsmöluninni. Mótunarskeið persónunnar var rétt að hefjast þegar sagan kom út.