Umferðarkeila

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Umferðarkeilur benda til malbiksbunka

Umferðarkeila er keilulaga hlutur sem notaður er til að beina umferð fótgangenda, hjólamanna eða ökumanna. Hún getur líka verið tákn um hættu eða notuð til að láta vegnotendur gæta varúðar. Oft eru umferðarkeilur úr appelsínugulu plasti en þær fást í mismunandi litum. Margar umferðarkeilur eru með klæðningu úr einhvers konar endurvarpsefni sem eykur sjáanleika þeirra. Umferðarkeilur eru bráðabirgðalausn til að beina umferð, ef á að stjórna flæði umferðar í lengri tíma þá er oftast gripið til varanlegri lausna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.