UNESCO-skólar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

UNESCO-skólar hafa verið til frá árinu 1953. Markmið UNESCO-skóla er að auka og hvetja til menntunar um mál er tengjast markmiði UNESCO; að stuðla að friði og öryggi með því að efla samvinnu þjóða í mennta-, vísinda- og menningarmálum og efla þannig almenna tiltrú og virðingu fyrir réttlæti, lögum og mannréttindum, án tillits til trúarbragða, kynþáttar, kynferðis eða tungumála. UNESCO-skólar framkvæma eigin verkefni sem tengjast markmiðum UNESCO og eru oft í samvinnu við UNESCO-skóla í öðrum löndum. Einnig geta skólar tekið upp flaggskipaverkefni frá UNESCO sem alls eru 10 talsins. UNESCO-skólar eru nú um það bil 10.000 og starfa í 181 landi.

Á Íslandi hefur Félag Sameinuðu þjóðanna séð um innleiðingu UNESCO-skóla síðan 2014 í samstarfi við UNESCO-nefndina á Íslandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]