Tylftareyjar
Útlit
Tylftareyjar (Dodekanesos) eru grískar eyjar og sýsla í suð-austanverðu Eyjahafi, undan vesturströnd Tyrklands.
Þær eru hluti af Syðri-Sporadeseyjum. Þær voru undir stjórn Tyrkja til 1912 og Ítala til 1947 er Grikkir fengu yfirráð yfir eyjunum. Þrátt fyrir að nafnið sé rétt og bein þýðing á því gríska og tylftin vísar til fjölda eyja eru eyjarnar í raun 163 og þaraf 26 byggðar.
Eyjar
[breyta | breyta frumkóða]- Ródos sú stærsta eyjan með, með 115.000 íbúa (2011).
- Kos 33.000 íbúar (2011), heimaeyja Hippókratesar föður læknislistarinnar og sem Hippókratesareiðurinn er kenndur við.
- Kàlymnos 16.000 íbúar (2011).
- Léros 8.000 íbúar (2011), milli Patmo & Càlino.
- Kàrpathos 6.200 íbúar (2011), sú fjallendasta af eyjunum og sums staðar ósnortin sökum torveldrar aðkomu.
- Pàtmos 3.000 íbúar (2011).
- Simi 2.600 íbúar (2011).
- Astypálea 1.300 íbúar (2011)
- Caso / Kàssos, 1.100 íbúar (2011), sú syðsta af eyjunum.
- Nìsiro / Nìssiros, um 1000 íbúar (2011), ein sú smæsta af eyjunum, inniber eldgíg sem nefndur er Kratèras.
- Lipsi 700 íbúar (2011), lítil eyja austur af Patmos.
- Tilos (Tìlos), um 800 íbúar (2011).
- Kastellòrizo 500 íbúar (2011).
- Calchi / Carchi (Chàlki), um 500 íbúar (2011).
- Gaidaro (Agathonisi), um 200 íbúar (2011), sú nyrsta.
- Pserimos 80 íbúar (2011), lítil eyja mitt á milli Kos og Càlino.
- Farmakonisi 10 íbúar (2011).
- Telendos um 100 íbúar (2011).
- Arkoi, 54 íbúar (2001), notuð sem fangelsi í síðari heimstyrjöld.
- Saria, 45 íbúar (2011).
- Gyali, 10 íbúar (2001).
- Lèvita, 5 íbúar (2009), lítil eyja milli Càlino og Paro, telst til bæjarfélagsins í Lero.
- Ro, lítil eyja einungis búsett af starfsmönnum hersins.
- Strongili, engir íbúar, 1 viti gnæfir yfir eynni.
- Alimnia /Alinnia /Limonia óbyggð.
- Sirna/Syrna, lítil eyja (4km²) suðaustur af Karpatos, mikilvæg í samgöngum, varð fræg fyrir skipstrand Athina Rafiah árið 1946.