Twitter Bootstrap

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Twitter Bootstrap er frjálst safn sniða í CSS og HTML með valkvæmum JavaScript-stefjum að auki, til að setja upp vefsíður. Sniðin ná yfir algenga viðmótshluta eins og hnappa, töflur, letur og umbrot, form og tengla. Sniðin voru þróuð af starfsmönnum samskiptamiðilsins Twitter til að auka samræmi í útliti innri veftóla fyrirtækisins. Twitter gaf sniðin út með opnu leyfi (Apache-leyfi 2.0) í ágúst 2011.

Twitter Bootstrap-sniðið er 12-dálka hönnun sem bregst við ólíkum skjástærðum með því að laga breidd og endurraða efni síðunnar. Það styður HTML5 og CSS3 að takmörkuðu leyti, en virkar í öllum helstu vöfrum. Það er hýst sem verkefni á GitHub. Bootstrap er vinsælasta verkefnið á Github.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]