Bootstrap
Útlit
Bootstrap er frjálst safn sniða í CSS og HTML með valkvæmum JavaScript-stefjum að auki, til að setja upp vefsíður. Sniðin ná yfir algenga viðmótshluta eins og hnappa, töflur, letur og umbrot, form og tengla. Bootstrap er hentugt til að gera vefsíður sem líta vel út á símum og snjalltækjum og laga sig að tækjum og skjástærð. Bootstrap er eitt af vinsælustu tólum á GitHub. Bootstrap er núna í útgáfu 4.
Bootstrap sniðin voru upphaflega þróuð af starfsmönnum samskiptamiðilsins Twitter til að auka samræmi í útliti innri veftóla fyrirtækisins. Twitter gaf sniðin út með opnu leyfi (Apache-leyfi 2.0) í ágúst 2011.