Tveggja hæða strætisvagn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveggja hæða strætisvagn í London.

Tveggja hæða strætisvagn er strætisvagn með tveimur hæðum. Slíkir strætisvagnar eru útbreiddir á Bretlandi og í fyrrverandi breskum nýlendum, en þeir eru líka notaðir sem ferðamannavagnar og rútur um allan heim. Frægasta dæmi um tveggja hæða strætisvagn er Routemaster sem keyrður var víða í London. Hann er ekki lengur í notkun í dag nema á tveimur leiðum.

Sumir tveggja hæða strætisvagnar eru með opinni efri hæð en þeir eru oftast notaðir til skoðunarferða í stórborgum. Íslenska fyrirtækið Kynnisferðir keyrir svona ferðamannaleiðir með tveggja hæða strætisvögnum þar sem ekið er um Reykjavík og frá og til helstu ferðamannastaðanna.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.