Tveggja hæða strætisvagn
Útlit
Tveggja hæða strætisvagn er strætisvagn með tveimur hæðum. Slíkir strætisvagnar eru útbreiddir á Bretlandi og í fyrrverandi breskum nýlendum, en þeir eru líka notaðir sem ferðamannavagnar og rútur um allan heim. Frægasta dæmi um tveggja hæða strætisvagn er Routemaster sem keyrður var víða í London. Hann er ekki lengur í notkun í dag nema á tveimur leiðum.
Sumir tveggja hæða strætisvagnar eru með opinni efri hæð en þeir eru oftast notaðir til skoðunarferða í stórborgum. Íslenska fyrirtækið Kynnisferðir keyrir svona ferðamannaleiðir með tveggja hæða strætisvögnum þar sem ekið er um Reykjavík og frá og til helstu ferðamannastaðanna.