Fara í innihald

Tvíliður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tvíliður er hugtak í bragfræði sem merkir tveggja atkvæða orð eða tvö orð sem mynda tvö atkvæði. Réttur tvíliður (tróké) (einnig nefnt fallandi tvíliður) er með áherslu á fyrra atkvæði, hið fyrra langt, hið síðara stutt, - u, til dæmis faðir, bróðir. Rangur tvíliður (jambos) (einnig nefnt rísandi tvíliður) er með áherslu á síðara atkvæði; hann hefur tvö atkvæði, stutt og langt u -, til dæmis í dag, í gær.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.