Tvídepill
Tvídepill ( ¨ ) er stafmerki sem samanstendur af tveimur litlum punktum sem settir eru ofan á bókstaf, yfirleitt sérhljóð. Sé bókstafurinn i eða j, kemur tvídepillinn í staðinn fyrir staki depilinn sem er venjulega fyrir ofan bókstafinn.
Tvídepillinn er heiti yfir tákn sem er notað í tvískiptum tilgangi: annars vegar til að tákna að tvö sérhljóð sem væru venjulega borin fram saman á að bera fram hvort fyrir sig, og hins vegar í þýsku til að tákna hljóðavíxl sem ríkir víðs vegar í málinu. Tvídepillinn er líka notaður á öðrum tungumálum til að tákna ákveðin sérhljóð, í sumum tilfellum þau hljóð sem hann táknar í þýsku. Sem dæmi má nefna bókstafina ä og ö á sænsku, sem eru bornir fram svipað og samsvarandi þýskur bókstafirnir; og íslenski stafurinn ö, sem táknar kringt sérhljóð.