Tungustapi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tungustapi er kistulaga fell í Sælingsdal í Hvammsfirði. Tungustapi er kenndur við bæinn Tungu sem kallaður hefur verið Sælingsdalstunga um margar aldir. Stapinn er hár með klettabrúnum og grasi grónum stöllum sem ganga má eftir eins og þeir væru svalir. Auðvelt er að ganga upp á stapann og er þaðan víðsýnt í allar áttir, inn í dalbotninn og út á Hvammsfjörð. Tungustapi er talinn vera dómkirkja álfa og biskupssetur. Um Tungustapa má lesa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.