Fara í innihald

Trúir þú á engla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Trúir þú á engla er plata með íslenska tónlistarmanninnum Bubba Morthens sem kom út 16. október 1997. Platan var kynnt tveimur dögum eftir að hún kom út, eða þann 18. október 1997, í bækistöðvum Hnefaleikafélags Reykjavíkur. Bubbi tók nokkur lög af plötunum í hringnum, en síðan fór fram boxsýning. Eftirmálin af sýningunni urðu þannig að Bubbi, ásamt þremur mönnum sem stóðu að sýningunni með honum, voru kærðir og fengu dóm fyrir athæfið 8. júlí 1998 fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, en ákvörðun um refsingu var frestað um tvö ár. Bubbi og mennirnir áfrýjuðu síðan til Hæstaréttar, en þar var dómurinn staðfestur 7. maí 1999. Platan, sem átti upphaflega að heita Syndir feðranna, seldist frekar vel, eða í kringum 8.000 eintökum.

  1. Trúir þú á engla
  2. Við vatnið
  3. Leiðin liggur ekki heim
  4. Syndir feðranna
  5. Einn dagur í einu
  6. Hulduþula
  7. Barnablús
  8. Börn Guðs
  9. Með þér
  10. Bóndinn í blokkinni