Trebbiano
Útlit
Trebbiano er hvít vínþrúga sem er önnur mest ræktaða vínþrúga Ítalíu. Trebbiano gefur mikla uppskeru og fremur hlutlaust, auðseljanlegt vín sem endist stutt. Það er þannig algengt sem hluti af blönduðu víni en sjaldgæft sem einnar þrúgu vín. Trebbiano-safi er notaður til að búa til balsamedik og ýmsar tegundir af brandýi. Það er einnig mikið ræktað í Frakklandi þar sem það er líka þekkt sem ugni blanc og St. Émilion. Í Frakklandi er það líka notað við framleiðslu á koníaki í Cognac.