Tre allegri ragazzi morti
Útlit
Tre allegri ragazzi morti (ítalska: „þrír kátir dauðir strákar“) er ítölsk pönkhljómsveit frá Pordenone stofnuð árið 1994. Hljómsveitin er skipuð myndasöguhöfundinum Davide Toffolo sem áður var í Great Complotto-hljómsveitinni Futuritmi (söngur, gítar), Enrico Molteni (bassi) og Luca Masseroni (trommur). Hljómsveitin notast við hauskúpugrímur á hljómleikum og í myndböndum. Hljómsveitin hefur gefið út tíu hljómplötur, þær síðustu undir sínu eigin merki La Tempesta frá 2000. Hljómsveitin sló fyrst í gegn með tónleikaplötu, Piccolo intervento a vivo, árið 1997. Eftir það gáfu þeir út eina plötu fyrir BMG en stofnuðu stuttu síðar eigin útgáfu.