Fara í innihald

Trafalgar Square

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Trafalgartorg)
Listasafn Bretlands er við torgið.

Trafalgar Square eða Trafalgar torg er torg í Mið-London í Englandi. Vegna staðsetningar torgsins er það vinsæll ferðamannastaður og eitt frægasta torg í Bretlandi og í heimi. Nelson-súlan (Nelson’s Column), er á miðju torginu með fjórum styttum af ljónum í kring. Nokkrar aðrar styttur og höggmyndir eru á torginu, og oft er þar sýning á samtímalist. Stundum eru mótmælafundir haldnir á torginu.

Torgið dregur nafn sitt af orrustunni við Trafalgar (árið 1805), þar sem Bretar unnu sigur á Frökkum í Napóleonsstyrjöldunum. Horatio Nelson flotaforingi stjórnaði þar flota Breta til sigurs, en féll sjálfur.

Upphaflega var áætlað að nafn torgsins yrði „King William the Fourth’s Square“ en George Ledwell Taylor stakk upp á að nafni væri „Trafalgar Square“.

Trafalgar Square er fjórði vinsælasti ferðamannastaður í heimi, 15 milljónir manna koma á torgið árlega.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.