Tróndur Patursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tróndur Patursson.

Tróndur Sverri Patursson (fæddur 1. mars 1944 í Kirkjubæ) er færeyskur listamaður, myndhöggvari, sæfari og ævintýramaður. Hann lærði list í Kaupmannahöfn og Osló. Árið 1976 slóst hann í för með ævintýramanninum og sagnfræðingnum Tim Severin yfir Atlantshaf á frumstæðum bát.

List hans prýðir ýmsar kirkjur í Færeyjum og hefur hann haldið sýningar um heiminn. Hringtorgið á Austureyjargöngunum sem opnuð voru 2020 er prýtt af list Trónds. Hann var heiðraður af Mentanarvirðisløn Landsins árið 2014.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]